Sjúkrasjóður VLF Suðurlands veitir félagsmönnum ýmsa styrki skv. grein 12.8 í reglugerð sjóðsins.

UMSÓKN

ATH.
Réttur til styrks úr sjóðnum fyrnist sé hans ekki vitjað innan 6 mánaða frá því er bótaréttur skapast.

Hvernig skapast bótaréttur?:
Grundvöllur styrkveitinga úr sjúkrasjóði skapast þannig að rétt til styrkveitinga úr sjóðnum eiga þeir sem fullnægja eftirtöldum skilyrðum, sbr. þó 10. gr. laga sjóðsins.
gr. 9.2. „Einungis þeir sem sannanlega greiða eða er greitt af til sjóðsins og verið er að greiða fyrir til sjóðsins
 þegar réttur til aðstoðar myndast“.
gr. 9.3. „Þeir sem greidd hafa verið af til sjóðsins 1% iðgjöld í 
a.m.k. 6 mánuði“.

ATH: greiðslutilkynningar eru einungis sendar í tölvupósti sem viðkomandi hefur gefið upp þegar sótt er um styrkveitingu. 

Gildir frá 1.maí 2017.

 • Sjúkraþjálfun/sjúkranudd hjá löggiltum aðilum.
  Greitt er sem svarar 50% af hlut sjúklings samkv. greiðslukvittun. Greitt er að hámarki 20 skipti á hverju almanaksári. Skila þarf inn læknisvottorði og greiðslukvittun.
 • Meðferð hjá löggiltum sálfræðingi.
  Greitt er fyrir allt að 15 skiptum, sem svarar 50% af hlut sjúklings samkvæmt greiðslukvittun að hámarki 60.000 kr á hverju almanaksári. Skila þarf inn greiðslukvittun.
 • Krabbameinsskoðun fyrir bæði kynin.
  Reglubundinn krabbameinsskoðun félagsmanna. Greitt er frumskoðunargjald eins og það er hverju sinni gegn framvísun greiðslukvittunar á hverju ári. Miðað er við skoðunargjald Krabbameinsfélags Íslands.
 • Skoðun hjá hjartasérfræðingi, ristilspeglun, magaspeglun.
  Skoðunargjald hjá hjartasérfræðingi. Greitt er 50 % af hlut sjúklings þó að hámarki kr. 20.000 gegn framvísun greiðslukvittuar á hverju almanaksári. Skoðunargjald vegna ristilspeglunar og magaspeglunar. Greitt 50% af hlut sjúklings þó að hámarki kr 20.000 á hverju almanaksári. Skila þarf inn greiðslukvittun.
 • Dvöl á heilsustofnun NLFÍ.
  Greitt er 50% af kostnaði sjúklings að hámarki 50.000 kr. á hverju almanaksári. Skila þarf inn afriti af beiðni frá lækni og greiðslukvittun.

 • Gleraugna- / linsustyrkur.
  Greitt er vegna einna gleraugna/linsa á 2 ára fresti. Greitt er 50 % af kostnaði gegn framvísun nótu en þó að hámarki 50.000 kr.
 • Styrkur til laser augnaðgerðar.
  Laser- augnaðgerð. Greitt er 50%,  þó að hámarki 40.000 kr. pr. auga. Skila þarf inn greiðslukvittun.
 • Göngugreining.
  Veittur er styrkur vegna göngugreiningar að hámarki kr 10.000- á hverju almanaksári. Skila þarf inn greiðslukvittun.

 • Heyrnatæki.
  Veittur er styrkur til kaupa á heyrnatækjum á 2 ára fresti. Greitt er allt að 50% af hlut sjúklings en þó að hámarki 50.000 kr. Skila þarf inn greiðslukvittun.
 • Líkamsrækt.
  Greitt er 50% af kostnaði nótu, þó að hámarki kr 25.000 á hverju almanaksári. Skila þarf inn greiðslukvittun.
 • Tæknifrjóvgun.
  Greiddur er styrkur einu sinni vegna tækni/glasafrjóvgunar, framkvæmd á Íslandi.  Greitt er 50% af hlut sjúklings þó að hámarki kr 80.000-. Félagsmaður skal skila inn vottorði frá lækni sem framkvæmir aðgerðina, eða vottorð frá heimilislækni og koma verður þá fram á vottorðinu að um slíka aðgerð sé að ræða. Fái félagsmaður fulla greiðslu frá öðrum aðila fellur réttur hans niður.

Samanlagðir styrkir samkvæmt fyrrgreindum liðum er að hámarki 80.000 kr. pr einstakling á hverju almanaksári fyrir fullgreiðandi einstakling.

 

Áfengismeðferð.
Styrkur í formi dagpeninga vegna áfengismeðferðar. Greiddir dagpeningar vegna einnar meðferðar, miða skal við grein 12.3 í reglugerð sjúkrasjóðsins. Dagpeningar eru greiddir í allt að 90 daga. Skila þarf inn vottorði frá íslenskri meðferðarstofnun og vottorði frá atvinnurekanda um að viðkomandi fái ekki greidd laun á tímabilinu.

ATH.
Réttur til styrks úr sjóðnum fyrnist sé hans ekki vitjað innan 6 mánaða frá því er bótaréttur skapast.

Hverjir eiga rétt á greiðslum úr sjóðnum?:
Grundvöllur styrkveitinga úr sjúkrasjóði Verkalýðsfélags Suðurlands.
gr. 9.2 einungis þeir sem sannanlega greiða eða er greitt af til sjóðsins og verið er að greiða fyrir til sjóðsins þegar réttur til aðstoðar myndast.
9.3 Þeir sem greidd hafa verið af til sjóðsins 1% iðgjöld í a.m.k. 6 mánuði.

UMSÓKN

REGLUGERÐ SJÚKRASJÓÐS VLFS