Styrkur vegna náms/námskeiða

Ert þú á leið á námskeið eða viltu styrkja stöðu þína á vinnumarkaðnum?

Þú getur sótt um styrk hjá þínu félagi.

Landsmennt er fyrir almennt verkafólk – umsókn – Starfsreglur Landsmenntar um einstaklingsstyrki

Sveitamennt er fyrir starfsfólk hjá sveitarfélögum – umsókn – Reglur um úthlutun úr einstaklingsdeild Sveitamenntar SGS og Sambands íslenskra sveitarfélaga 

Ríkismennt er fyrir starfsfólk hjá ríkinu – umsókn – Úthlutunarreglur Starfs-og símenntunardeildar Ríkismenntar SGS*

ATH prenta þarf út umsókn og senda ásamt frumriti reiknings og viðurkenningarskjali (ljósrit) til okkar á skrifstofuna merkt: Vlf. Suðurlands, Suðurlandsvegi 3, 850 Hella.

Einnig fyrir eldri félagsmenn sem farnir eru af vinnumarkaði:

Ellilífeyrisþegar (félagsmenn aðildarfélaga SGS) halda rétti sínum til einstaklingsstyrkja í allt að 24 mánuði frá því þeir hætta að vinna.  Þetta er í samhengi við réttindi þeirra sem eru á tímabundinni örorku og annað sbr. 5. lið í reglum um einstaklingsstyrki.

Samþykkt var á aðalfundi Verkalýðsfélagsins þann 29.04 2008 að styrkja eldri félagsmenn sem farnir eru af vinnumarkaði til námskeiða að upphæð kr. 10.000 á hverju almanaksári