Furulundur 10d, Akureyri.

Það er á ábyrgð leigutaka að kynna sér reglur Orlofssjóðsins, reglurnar má sjá á forsíðu Orlofssjóðsins. Forsíða

Yfir sumartímann, júní til og með ágúst er eingöngu leigðar vikuleigur. Ef bókað er minna en vika verður bókuninni breytt í samræmi við vikuleiguna. Vikuleigur eru frá fimmtudegi til fimmtudags. 

Orlofseignir – ekki til notkunar í sóttkví ! Af gefnu tilefni er vakin athygli á að ekki er heimilt að nota orlofseignir félagsins fyrir sóttkví, sama gildir um þá sem þurfa að vera í einangrun.

Summer houses and apartments are not allowed to be used in quarantined !

Domki letnie oraz apartamenty zwiazkowe- nie zezwala się na odbycie kwarantanny !

 • Bóka þarf dvöl í íbúðina hér á heimasíðu.
  • Booking have to be made here on our website.
 • Hámarskdvöl í orlofseignum VLFS er 1. vika á 4. vikna fresti. 
  • Maximum stay in vacation property of VLFS is 1. week per 4. week period.
 • Helgarleiga er frá föstudegi til sunnudags, velja skal fyrsta dag (föst.) og lokadag (mán.)
  • Weekend rental is from Friday to Monday.
 • Aðra daga er hægt að bóka sólarhringsleigu.
  • Other days are available for single night booking.
 • ATH: þær bókanir sem berast utan opnunartíma, þeim verður svarað/þær afgreiddar á opnunartíma skrifstofu.
  • ATTN: thoose bookings that are made outside of office hours, will be processed next opening day. 
 • leiguamningur eru afhentur á opnunartíma á skrifstofu félagsins á Hellu.
  • Rental contract is to be picked up at our office in Hella.

A.T.H Ekki er leyfilegt að hafa gæludýr í orlofshúsum / íbúðum félagsins og reykingar eru bannaðar innandyra sem og á svölum íbúðarinnar.

Attention! It is not allowed to have pets in our apartments / summer houses & smoking is forbidden indoors and on the balcony.

Orlofsíbúð félagsins á Akureyri er við Furulund.

Íbúðin er um 50m2. Tvö svefnherbergi eru í Íbúðinni og er rúmstæði fyrir þrjá í öðru þeirra og tvo í hinu. Taka þarf með lín, handklæði, tuskur, wc- og eldhúsrúllupappír. Þvottavél fyrir tau er til staðar. Gasgrill er á svölum íbúðarinnar.

Frá Akureyri er stutt í margar helstu náttúruperlur landsins og bærinn sjálfur er vinsæll áningarstaður um lengri eða skemmri tíma. Fjöldi manns heimsækir bæinn árlega, jafnt vetur, sumar, vor og haust. Fegurð bæjarins og fjarðarins, ásamt veðurblíðu, dregur til sín jafnt innlenda sem erlenda ferðamenn. Í Kjarnaskógi sem er helsta útivistasvæði bæjarins er boðið upp á spennandi möguleika, leiktæki og stíga.

Helgarleiga kr 12.000- (frá föstudegi kl.16:00 til mánudags kl.12:00).
Sólarhringsleiga frá mánudegi til föstudags, hver sólarhringur kr 3.000-, leigutími er frá kl. 16:00.

Vinsamlega bókið dvöl í íbúðinni hér á heimasíðunni, velja skal fyrsta dag dvalar og brottfarardag.

Securitas er umsjónaraðili fyrir íbúðina og eru lyklar afhentir á skrifstofu Securitas við Tryggvabraut 10 á Akureyri. Opnunartími Securitas er frá kl.08 til 17. Ef komið er utan opnunartíma er ekki hægt að ábyrgjast að umsjónaraðili sé á staðnum. Hringja þarf þá í númer sem gefið er upp við andyrið, sýna þarf biðlund þar til viðkomandi umsjónarmaður kemur á staðinn.  

 

Orlofsvefur Verkalýðsfélag Suðurlands