rikismennt

Úthlutunarreglur Starfs- og símenntunardeildar Ríkismenntar SGS

UMSÓKN

Fræðslusjóður starfsmanna ríkisins á landsbyggðinni úthlutar á samningstímanum einstaklingsstyrkjum til félagsmanna þeirra stéttarfélaga sem eru aðilar í Starfsgreinasambandi Íslands (SGS) þó ekki þeirra aðildarfélaga SGS sem mynda Flóabandalagið.

Við viljum benda á að nýverið voru reglur varðandi styrki uppfærðar hjá Ríkismennt og eftirfarandi reglugerð varðandi nám eða námskeið frá erlendum aðilum bætt við.

Vegna umsóknar um styrk fyrir nám eða námskeið erlendis þarf að leggja fram frumrit reiknings á upprunalegu tungumáli og á ensku. Þá verður að vera sundurliðuð kostnaðarskipting, þ.e. ekki er greitt fyrir ferðir, gistingu og uppihald. Einnig þarf að fylgja með bankakvittun úr íslenskum banka sem staðfestir greiðslu í íslenskum krónum. Brýnt er að allur texti sé skýr og skilmerkilegur. Sé þýðing ekki fyrir hendi fæst ekki greiddur styrkur. Þetta á einnig við um nám/námskeið hjá erlendum vefsíðum.

 

Hér má finna úthlutunarreglur stafs- og símenntunardeildar Ríkismenntar