Orlofshús félagsins eru tvö og eru staðsett í Reykjaskógi í Biskupstungum og við Syðri-Brú í Grímsnesi. Íbúðir félagsins eru fjórar. þrjár þeirra eru staðsettar í Reykjavík og ein við Furulund á Akureyri. Bæði orlofshúsin og íbúðirnar eru til leigu allt árið. Opið er fyrir bókanir þrjá mánuði fram í tímann, undanskilið er sumartímabilið júní til ágúst en þá er úthlutað sérstaklega. Framleiga til þriðja aðila er með öllu óheimil.
Vinsamlega kynnið ykkur reglur orlofssjóðs. 

Á sumartímabili, júní til águst er orlofshúsunum og íbúðinni á Akureyri úthlutað sérstaklega. Umsóknartími er auglýstur sérstaklega ár hvert.  Aðeins er úthlutað einu sinni á hverju úthlutunartímabili(sumar) fyrir hvern félagsmann.

Bókanir eru gerðar á orlofsvef félagsins. 

Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu félagsins, í síma 487-5000 eða í tölvupósti á vs@vlfs.is

A.T.H Ekki er leyfilegt að hafa gæludýr í orlofshúsum og reykingar/veip er stranglega bannað innandyra. 

REGLUR ORLOFSSJÓÐS
UMGENGISREGLUR ORLOFSSJÓÐS
REGLUGERÐ ORLOFSSJÓÐS