Dánarbætur skv. gr.  12.4 í reglugerð sjúkrasjóðs 

 

Eingreiddar dánarbætur skv. grein 12.4
Eingreiddar dánarbætur við andlát virks og greiðandi sjóðfélaga sem nemi 180.000.- krónum m.v. starfshlutfall hans. Rétthafar bóta eru maki sjóðfélaga og börn hans undir 18 ára aldri. Bótafjárhæð miðast við launavísitölu pr. 1.7 2006 og tekur sömu breytingum og hún. 

Við andlát sjóðsfélaga greiðir sjóðurinn eingreiddar dánarbætur allt að 404.031 kr. enda hafi viðkomandi greitt iðgjald í sjúkrasjóð síðustu 3 starfsár að minnsta kosti.

Þetta er framkvæmt með eftirfarandi hætti; upp að 60 ára aldri er greiddur fullur styrkur en fer síðan stiglækkandi að 80 ára aldri og fellur þá niður. Skila þarf inn dánarvottorði.

Ef sjóðsfélagi lætur eftir sig barn á framfæri undir 18 ára aldri greiðist sem svarar ígildi 9% af fullum bótum vegna hvers barns. Skila þarf inn staðfestingu frá þjóðskrá.

frá 1.janúar 2021
að 60 ára aldri (100%)……404.031 kr.
61-65 ára (87,5%)………….353.527 kr.
66-70 ára (75%)…………….303.023 kr.
71-75 ára (62,5%)………….252.519 kr.
76-79 ára (50%)…………….202.016 kr.
barn á framfæri (9%)……….36.363 kr.