Kjarasamningur Vlf.S og Ríkissjóðs

Launahækkanir á kjarasamningstímabilinu

Mánaðarlaun hækka sem hér segir á samningstímanum
1.mars 2019: kr. 17.000- (greitt afturvirkt)
1. apríl 2020: kr. 24.000- fyrir launaflokka 1-17 og kr. 18.000- fyrir hærri launaflokka.
1. janúar 2021: Ný launatafla tekur gildi
1. janúar 2022: kr. 17.250-

 

18 aðildarfélög Starfsgreinasambands Íslands hafa undirritað nýjan kjarasamning við fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs. Samningurinn gildir afturvirkt frá 1.apríl 2019 til 31.mars 2023.

Kjörsókn var tæplega 20%.  Já sögðu 88,65% en nei sögðu 9,19%. 2,16% tóku ekki afstöðu. Á kjörskrá voru 947 manns.

Samningurinn var undirritaður var 6. mars 2020. Hann var samþykktur hjá eftirfarandi félögum: AFLi Starfsgreinafélagi, Öldunni stéttarfélagi, Bárunni stéttarfélagi, Drífanda stéttarfélagi, Einingu-Iðju, Framsýn stéttarfélagi, Stéttarfélagi Vesturlands, Stéttarfélaginu Samstöðu, Verkalýðsfélagi Akraness, Verkalýðsfélagi Grindavíkur, Verkalýðs- og sjómannafélagi Bolungarvíkur, Verkalýðs- og sjómannafélagi Sandgerðis, Verkalýðsfélagi Snæfellinga, Verkalýðsfélagi Suðurlands, Verkalýðsfélagi Vestfirðinga, Verkalýðsfélagi Þórshafnar, Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur og nágrennis og Verkalýðsfélaginu Hlíf.