


Greiðasölusamingur Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka Atvinnulífsins
Kjarsamningur vegna veitinga-, gisti-, þjónustu- og greiðasölustaða, afþreyingarfyrirtækja og hliðstæðrar starfsemi.
Þann 3. desember 2022 undirrituðu aðildarfélög Starfsgreinasambands Íslands nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins vegna starfa á hinum almenna vinnumarkaði.
Kauptaxtar hækka um að lágmarki 35.000 kr. frá 1. nóvember 2022 skv. nýrri launatöflu. Samningurinn felur í sér lagfæringu á launatöflunni sem gerir það að verkum að hækkun getur orðið allt að 52.000 kr. á mánuði.
Mánaðarlaun (laun þeirra sem ekki eru á kauptöxtum) hækka um 33.000 kr. frá 1. nóvember 2022.
Kjaratengdir liðir kjarasamningsins hækka um 5,0% frá 1. nóvember 2022, nema um annað hafi verið samið.
Bónusar og akkorð í fiskvinnslu hækka um 8% sem mun skila fiskvinnslufólki á bilinu 6.000 – 34.000 kr. hækkun á mánuði.
Desemberuppbót á árinu 2023 verður 103.000 kr. miðað við fullt starf.
Orlofsuppbót miðað við fullt starf verður 56.000 kr. á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2023.
Hagvaxtaraukinn sem átti að koma til greiðslu 1. maí 2023 verður flýtt og verður hann að fullu efndur með hækkun 1. nóvember. Það mun skila ávinningi sem nemur 78.000 kr. eða 5.200 kr. á mánuði á samningstímanum og er sú hækkun meðtalin í áðurnefndum taxta- og mánaðalaunahækkunum.
Kjarasamningar SGS og SA
Kauptaxtar SGS og SA
Kauptaxtar SGS og SA 1. Nóv 2022 – 31. Jan 2024
2022-SGS OG SA TAXTAR 1.APRÍL-31.OKT. HAGVAXTARAUKI
Gildir 1. apríl 2022 – 31. október 2022.
Eldri Kjarasamningar SGS og SA
Eldri Kauptaxtar SGS og SA
2022-SGS OG SA TAXTAR 1.JAN-31.OKT
Gildistími 1. janúar 2022 – 31. Mars 2022
Kauptaxtar SGS og SA 1.apríl til 31.des 2020
Gildistími 1. apríl 2020 – 31. desember 2020
Gildistími frá 1.apríl 2019 – 31.mars 2020
Gildistími frá 1.maí 2018 – 31.desember 2018