Verkalýðsfélag Suðurlands logo

Greiðasölusamingur Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka Atvinnulífsins

Kjarsamningur vegna veitinga-, gisti-, þjónustu- og greiðasölustaða, afþreyingarfyrirtækja og hliðstæðrar starfsemi.

Kjarasamningur SGS og SA er samningur um lágmarkskjör, lögbrot er að greiða lakar.

 

Að gefnu tilefni vill félagið benda félagsmönnum sem vinna á gististöðum og veitingahúsum á nokkur atriði

 • Þeir sem verða 16 og 17 ára á árinu eiga strax að fá greidd miðað við 16 og 17 ára taxta. en hjá 18 ára er miðað við afmælisdaginn. Hafi starfsmaður náð 500 vinnustundum hjá sama launagreiðanda, hefur það áhrif á byrjunarlaunataxtann.
 • 22 ára lifaldur jafngildir starfsaldri eftir eitt ár.
 • Vaktir skulu skipulagðar og kynntar með viku fyrirvara, meginreglan er að þær gildi fyrir 4 vikur í senn. Vaktir skulu hafa tilgreindan upphafs- og endatíma.
 • Þegar skipulögð vakt lengist vegna ófyrirséðra atvika skal greiða það sem er umfram skráða vakt með dagvinnu- eyða yfirvinnutaxta eftir því sem við á.
 • Óheimilt er að greiða vaktaálag ef ekki er unnið eftir fyrirfram skipulögðum vöktum. þá skal greiða dagvinnu á dagvinnutíma og yfirvinnu á yfirvinnutíma.

 

 • Í vaktavinnu greiðist álag á þann hluta 40(38 stundir er einungings er unnið á álagstíma t.d. næturvarsla) stunda vinnuviku sem fellur utan dagvinnutímabils.
 • 33% álag á tímabilinu 17:00 – 00:00 mánudag til föstudaga
 • 45% álag á tímabilinu 00:00 – 08:00 alla daga svo og laugardaga og sunnudaga.
 • 90% álag á stórhátíðardögum og vetrarfrí í samræmi við skil á dagvinnuskyldu.

 

 • Starfsmaður skal frá greitt fyrir skipulagða vakt til enda, þó honum sé boðið að fara heim vegna verkefnaskorts.
 • Ef ekki er unnið á skipulögðum vöktum, skal greiða dagvinnu á dagvinnutíma og yfirvinnu á yfirvinnutíma. þá gilda önnur ákvæði um neysluhlé sjá 4. kafla kjarasamningsins.
 • Neysluhlé í vaktavinnu skulu vera sem svarar 5 mín. fyrir hvern unnin klukkutíma og skiptast eftir samkomulagi starfsmanna og stjórnanda.
 • Óheimilt er að hafa orlof innifalið í launataxta.
 • Jafnaðarkaup er ekki til í kjarasamningum.
 • Að lágmarki skal borga 4 klst. í útkalli.
 • Skoðaðu vel og geymdu alla þína launaseðla.
 • Skrifaðu niður vinnutíma þinn. við mælum með að kynna þér appið „Klukk“ sem heldur utan um tímaskráningu.

Rétt er að benda á að í kjarasamningunum hefur verið samið umn fyrirkomulag bakvakta. Félagsmenn eru hvattir til að hafa samband við skrifstouna ef þeir telja að á sér sé brotið.

Nánari upplýsingar fást á skrifstofu félagsins í síma 487 5000 einnig er hægt að hafa samband með tölvupósti á vs@vlfs.is

 

Athugið! öll mál sem koma til félagsins eru trúnaðarmál. Innheimtumál verða þó alltaf að vera í nafni starfsmanns.

Kjarasamningar SGS og SA

Kjarasamningur SGS og SA

Gildistími 1. apríl 2019 – 1. nóvember 2022

 

Kauptaxtar SGS og SA

2022-SGS OG SA TAXTAR 1.APRÍL-31.OKT. HAGVAXTARAUKI

 Gildir 1. apríl 2022 – 31. október 2022.

Eldri Kjarasamningar SGS og SA

Eldri Kjarasamningur SGS og SA

Gildistími frá 1.maí 2015 – 31.desember 2018

Eldri Kauptaxtar SGS og SA

2022-SGS OG SA TAXTAR 1.JAN-31.OKT

Gildistími 1. janúar 2022 – 31. Mars 2022 

Kauptaxtar SGS og SA 1.apríl til 31.des 2020

Gildistími 1. apríl 2020 – 31. desember 2020

Eldri Kauptaxtar SGS og SA

Gildistími frá 1.apríl 2019 – 31.mars 2020

Eldri Kauptaxtar SGS og SA

Gildistími frá 1.maí 2018 – 31.desember 2018