Kjarasamningur Verkalýðsfélags Suðurlands og Sambands íslenskra sveitarfélaga

Helstu atriði samningsins

Samkomulag Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsgreinasambands Íslands um
viðbótarlaun á einstök starfsheiti í leikskólum og heimaþjónustu sem taka gildi frá 1.
október 2023.

Starfsfólk í leikskóla

Starfsmaður / leiðbeinandi leikskóla 39.270
Starfsmaður í leikskóla með stuðningi 1 39.270
Starfsmaður í leikskóla með stuðningi 2 45.360
Leikskólaliði 45.360
Deildarstjóri 1 og 2 á leikskóla 51.450

Viðbótarlaunin greiðast eingöngu starfsfólki í föstu starfshlutfalli í dagvinnu sem matast með
börnum.

Greiðslan er föst mánaðarleg fjárhæð, þar meðtalið í orlofi, miðað við starfshlutfall og tekur
ekki hækkunum á samningstímanum. Orlofslaun teljast innifalin í ofangreindum fjárhæðum.
Greiðslur skv. ofangreindu falla niður í lok samningstímans, þann 31. mars 2024, án frekari
fyrirvara, en þó þannig að greiðslur haldast í samræmi við framkvæmd þar til gengið hefur verið
frá nýjum kjarasamningi milli aðila.

Starfsfólk í heimaþjónustu

Heimaþjónusta 1, 2 og 3 49.560
Félagsliði í heimaþjónustu 1 54.390
Félagsliði í heimaþjónustu 2 (með flokkstjórn) 60.480

Viðbótarlaunin greiðast eingöngu starfsfólki í föstu starfshlutfalli í dagvinnu.

Greiðslan er föst mánaðarleg fjárhæð, þar meðtalið í orlofi, miðað við starfshlutfall og tekur
ekki hækkunum á samningstímanum. Orlofslaun teljast innifalin í ofangreindum fjárhæðum.
Greiðslur skv. ofangreindu falla niður í lok samningstímans, þann 31. mars 2024, án frekari
fyrirvara, en þó þannig að greiðslur haldast í samræmi við framkvæmd þar til gengið hefur verið
frá nýjum kjarasamningi milli aðila.

Sérstakar greiðslur lægstu launa

Úr fundargerð samstarfsnefndar Sambands íslenskra
sveitarfélaga og aðildarfélaga SGS frá 12. september 2023

Samkomulag Sambands íslenskra sveitarfélaga og
Starfsgreinasambands Íslands um sérstakar greiðslur sem gilda
frá 1. apríl 2023.

Aðilar eru sammála um eftirfarandi sérstakar greiðslur til
hækkunar lægstu launa. Yfirlit yfir fjárhæðir er á
starfsmatsstigabilum og verður eftirfarandi frá 1. apríl 2023

launaflokkur 117 – 124 19.500
launaflokkur 125 17.750
launaflokkur 126 15.600
launaflokkur 127 11.700
launaflokkur 128 9.750
launaflokkur 129 5.850
launaflokkur 130 2.600

Greiðslan er föst fjárhæð miðað við starfshlutfall, óháð
einstaklingsbundnum launamyndunarþáttum, og tekur ekki
hækkunum á samningstímanum.

Orlofslaun teljast innifalin í ofangreindum fjárhæðum.

Greiðslur skv. ofangreindu falla niður í lok samningstímans, þann
31. mars 2024, án frekari fyrirvara, en þó þannig að greiðslur
haldast í samræmi við framkvæmd þar til gengið hefur verið frá
nýjum kjarasamningi milli aðila.

18 aðildarfélög Starfsgreinasambands Íslands undirrituðu nýjan kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga þann 12. september. Samningurinn gildir frá 1. október 2023 til 31. mars 2024.

Kjarasamningur Verkalýðsfélags Suðurlands við Samband Íslenskra sveitafélaga er gerður með atbeina Starfsgreinasambands Íslands. Samningur þessi tekur eingöngu til starfsfólks sem vinnur hjá sveitarfélögum.

Kjarasamningar þessir fjalla um kaup og kjör. Til að mynda laun, vinnutíma, orlof, yfirvinnu, uppsagnarfrest, veikindarétt og fleira. Við röðun í launflokka er miðað við niðurstöður úr starfsmatkerfi. Starfsmat metur störf kerfisbundið, með málefnalegum og hlutlægum aðferðum.