ÚTILEGUKORTIÐ 2021

Sparaðu í útilegunni í sumar

Verkalýðsfélag Suðurlands hefur tekið í sölu fyrir sumarið 2021 Útilegukortið. Verð fyrir félagsmenn er 10.000kr en almennt verð er 19.900kr. Hægt er að nálgast kortið á skrifstofu okkar á Hellu.

Kortið gildir á ákveðnum tjaldsvæðum sem tilgreind eru í sérstökum bæklingi sem fylgir með kortinu en einnig má sjá tjaldsvæðin á heimasíðu útilegukortsins. Kortin gilda á meðan tjaldsvæðin eru opin og til 15.september.

Kortið veitir tveim fullorðnum og fjórum börnum undir 16 ára aldri fría gistingu á tjaldsvæðum samstarfsaðila Útilegukortsins í allt að 28 gistinætur á hverju starfsári þess. Engin takmörk eru fyrir því hve oft má koma á hvert tjaldsvæði innan gistináttanna 28 en einungis má gista í fjórar nætur samfellt í hvert skipti. Útilegukortið gildir fyrir tjöld, tjaldvagna, fellihýsi, hjólhýsi og húsbíla.
Framvísa ber Útilegukortinu ásamt persónuskilríkjum við komu á tjaldsvæði. Hvert kort er með segulrönd og er inneign á hverju korti sem nemur 28 gistinóttum. Segulröndin er sett í posa og endurspeglar 1 króna, eina gistinótt.

 

Nánari upplýsingar má nálgast á www.utilegukortid.is

Camping card

Enjoy iceland this summer with the camping card.

Verkalýðsfélag Suðurlands is now selling the camping card for summer 2021. Price for our members is 10.000 kr. but the common retail price is 19.900 kr. You can buy the card at our office in hella.

The card works in certain campsites which you can find in the brochure that comes with the card & and on camping card website. The card is valid while the camping grounds are open and until the 15th of september.

The card grants 2 adults and 4 children under the age of 16 license to camp on the camping sites that are part of the camping card for up to of 28 nights per card. No limits are on how many times you can visit each campsite, but maximum length of each stay is 4 nights. The camping card is valid for tents, camping trailer, popup-trailer and camper vans.

You can find more information on the camping cards website.