ÚTILEGUKORTIÐ 2023

Sparaðu í útilegunni í sumar

Verkalýðsfélag Suðurlands hefur tekið í sölu fyrir sumarið 2021 Útilegukortið. Verð fyrir félagsmenn er 15.000kr en almennt verð er 24.900kr. Hægt er að nálgast kortið á skrifstofu okkar á Hellu.

Kortið gildir á ákveðnum tjaldsvæðum sem tilgreind eru í sérstökum bæklingi sem fylgir með kortinu en einnig má sjá tjaldsvæðin á heimasíðu útilegukortsins. Kortin gilda á meðan tjaldsvæðin eru opin og til 15.september.

Kortið veitir tveim fullorðnum og fjórum börnum undir 16 ára aldri fría gistingu á tjaldsvæðum samstarfsaðila Útilegukortsins í allt að 28 gistinætur á hverju starfsári þess. Engin takmörk eru fyrir því hve oft má koma á hvert tjaldsvæði innan gistináttanna 28 en einungis má gista í fjórar nætur samfellt í hvert skipti. Útilegukortið gildir fyrir tjöld, tjaldvagna, fellihýsi, hjólhýsi og húsbíla.
Framvísa ber Útilegukortinu ásamt persónuskilríkjum við komu á tjaldsvæði. Hvert kort er með segulrönd og er inneign á hverju korti sem nemur 28 gistinóttum. Segulröndin er sett í posa og endurspeglar 1 króna, eina gistinótt.

 

Nánari upplýsingar má nálgast á www.utilegukortid.is