Kjarasamningur SGS og sveitarfélaganna 2024 - 2028

Þann 3. júlí, undirrituðu 17 aðildarfélög Starfsgreinasambandsins kjarasamning til fjögurra ára við Samband íslenskra sveitarfélaga. SGS vísaði kjaradeilunni til ríkissáttasemjara þann 20. júní og síðan þá hafa samningsaðilar fundað stíft undir verkstjórn ríkissáttasemjara í þeim tilgangi að ganga frá samningi sem báðir aðilar getað unað við. Þau fundarhöld báru loksins árangur í gær.

Atkvæðagreiðsla

Rafræn atkvæðagreiðsla um kjarasamninginn hefst föstudaginn 5. júlí kl. 12:00 og lýkur mánudaginn 15. júlí kl. 09:00. Hlekkur til að kjósa mun birtast hér þegar atkvæðagreiðslan opnar.

Helstu Atriði

  • Samningurinn gildir frá 1. apríl 2024 til 31. mars 2028.
  • Með kjarasamningnum fylgja nýjar launatöflur sem gilda afturvirkt frá 1. apríl 2024.
  • Launahækkanir koma til áhrifa á fjórum dagsetningum með árs millibili á samningstímanum.
  • Hækkun grunnþreps í launatöflunni verður með eftirfarandi hætti á samningstímanum:
    1. apríl 2024: 23.750 kr. þó að lágmarki 3,25%
    1. apríl 2025: 23.750 kr. þó að lágmarki 3,5%
    1. apríl 2026: 23.750 kr. þó að lágmarki 3,5%
    1.apríl 2027: 23.750 kr. þó að lágmarki 3,5%
  • Desemberuppbót á árinu 2024 verður 135.500 kr. m.v. fullt starf. Í lok samningstímans verður full persónuuppbót 150.000 kr.
  • Orlofsuppbót á árinu 2024 verður 57.500 kr. m.v. fullt starf. Í lok samningstímans verður orlofsuppbót m.v. fullt starf 64.000 kr.
  • Sérstakar greiðslur lægstu launa hækka um 3,25% frá 1. apríl 2024 og svo um 3,50% 1. apríl árlega út samningstímann.
  • Viðbótarlaun á einstök starfsheiti í leikskóla og heimaþjónustu hækka um 3,25% frá 1. apríl 2024 og svo um 3,50% 1. apríl árlega út samningstímann.
  • Frá 1. ágúst 2024 greiðast viðbótarlaun einnig á einstök starfsheiti í grunnskóla.
  • Framlag í félagsmannasjóð hækkar úr 1,5% í 2,2% frá 1. apríl 2024.
  • Breytingar á undirbúningstímum starfsfólks á leikskólum.

Hérna má nálgast helstu atriði nýss kjarasamnings.

Hérna má nálgast glærukynningu á nýjum kjarasamningi.

Kjarasamningurinn í heild sinni