Vörukarfan hefur lækkað í Krónunni um 5,5% frá því í júní

Vörukarfa ASÍ hefur ýmist hækkað eða lækkað hjá matvöruverslunum milli verðmælinga verðlagseftirlitsins  í júní og nýjustu mælingar nú í september. Á þessu þriggja mánaða tímabili hækkaði vörukarfan mest hjá 10-11 um ( 2.0%), Víði um (1,9%), Netto um (0,8 %), Samkaupum-Strax um (0,4%) og Nóatún um (0,1%). Verð vörukörfunnar hefur lækkað töluvert á milli mælinga hjá Krónunni eða um (-5.5%), Hagkaupum um (-3,7%) Samkaupum -Úrvali um (-2,6%) og Bónus um (-1,5%). Vöruflokkurinn mjólkurvörur, ostar og egg hefur hækkað hjá öllum aðilium eða um allt að 8,2%.

Hér má sjá alla verðkönnunina.

Tekið af heimasíðu ASÍ