Vörukarfan hefur hækkað meira hjá lágvöruverslunum

Vörukarfan hefur hækkað meira hjá lágvöruverðsverslunum en öðrum verslunum. Vörukarfa ASÍ hefur hækkað um allt að 4,9% frá því í janúar (viku 5) og nú í júní (viku 24). Átímabilinu janúar til maí var verðbólgan hins vegar aðeins tæp 2% (verðbólgumæling fyrir júní er ekki komin). Það sem af er árinu hefur vörukarfan hækkað meira hjá lágvöruverðsverslunum en öðrum verslunum, mest hjá Nettó, Bónus og Iceland.Vörukarfan hefur lækkað lítilega hjá 5 verslunum af 15, mesta lækkunin var hjá Hagkaupum sem lækkaði verðiðí nánast öllum vöruflokkum.
Verð á vörukörfu ASÍ hefur hækkað mest hjá Nettó um (4,9%), Bónus og Iceland um (4,2%), hjá Víði um (1,9%), Krónunni og Kjarval um (1,6%), hjá Samkaupum–Úrvali um (1,5%),Tíu–ellefu um (1,2%), Nóatúni um (0,4%) og hjá Kaupfélagi Vestur-Húnvetninga um (0,3%). Vörukarfan lækkar mest hjá Hagkaupum um (2,3%), Kaupfélagi Steingrímsfjarðar um (1,1%), Kaskó um (0,6%) og hjá Samkaupum–Strax og Kaupfélagi Skagfirðinga um (0,1%).
Sjá nánar hér.
Tekið af heimasíðu ASÍ.