Vörukarfan hækkaði hjá Iceland um 3,3% á 6 vikna tímabili

Vörukarfa ASÍ hefur hækkað milli verðmælinga verðlagseftirlitsins frá því um miðjan mars og nýjustu mælingarinnar nú um miðjan apríl hjá níu verslunum af þeim 15 sem skoðaðar voru. Verðið lækkaði hjá sex verslunum. Rétt er að hafa í huga að

gengi krónunnar hefur undanfarna mánuði styrkst umtalsvert og er gengisvísitalan nú um 11% lægri en um miðjan febrúar.

Verð á vörukörfu ASÍ hækkaði mest hjá Iceland um (3,3%), Nóatúni um (2,4%), hjá Tíu–ellefu um (1,8%), Bónus og Krónunni um (1,3%), Samkaupum–Strax og Kaupfélagi Vestur Húnvetninga um (1,2%), Nettó um (0,6%) og hjá Hagkaupum um (0,1%). Vörukarfan lækkaði mest hjá Víði um (2,0%), Samkaupum–Úrvali um (1,0%), Kaupfélagi Steingrímsfjarðar um (0,8%), Kaskó um (0,6%), Kaupfélagi Skagfirðinga um (0,2%) og hjá Kjarval um (0,1%).

Sjá nánar hér

Tekið af heimasíðu ASÍ