Verkfallsaðgerðir samþykktar með yfirgnæfandi meirihluta

Niðurstaða liggur fyrir í atkvæðagreiðslu Verkalýðsfélags Suðurlands um aðgerðir vegna kjarasamninganna.

Almennur kjarasamningur SGS og Samtaka atvinnulífsins:

Á kjörskrá voru 378 og greiddu 219 atkvæði eða 57.94%

Já sögðu 217 eða 99.09%
Nei sögðu 2 eða 0.91%

Auðir seðlar voru enginn 0%
Ógildir seðlar voru enginn 0%

Kjarasamningur SGS og Samtaka atvinnulífsins vegna veitinga-, gisti-, þjónustu-, og greiðasölustaða, afþreyingarfyrirtæki og hliðstæðrar starfsemi:

Á kjörskrá voru 216 og greiddu 64 atkvæði eða 29.63%

Já sögðu 52 eða 81.25%
Nei sögðu 10 eða 15.63%

Auðir seðlar voru 2 eða 3.13%
Ógildir seðlar voru enginn 0%

Fyrsta vinnustöðvunin skellur á fimmtudaginn 30.apríl nk. frá klukkan tólf hádegi til klukkan 24 á miðnætti.

Þar næst verður vinnustöðvun:

6-7 maí, báða dagana frá miðnætti til miðnættis.
19-20 maí, báða dagana frá miðnætti til miðnættis.
26.maí á miðnætti, tekur síðan við ótímabundin vinnustöðvun.

Svipaðar féttir berast frá öðrum félögum og greinilegt að mikil samstaða ríkir meðal félaga starfsgreinasambandsins, þ.e. þeirra 16 aðildarfélaga sem hafa sameinast um kröfugerðina.

Nánar um kostningatölur hér á sgs.is