Verkfall hefst næsta fimmtudag kl. 12 á hádegi

Eins og flestum er kunnungt munu 16 félög Starfsgreinasambandsins hefja verkallsaðgerðir á hádegi næstkomandi fimmtudag, en þá munu um 10.000 manns leggja niður störf víðs vegar um landið. Starfsgreinasambandinu hefur borist þó nokkuð af fyrirspurnum um skipulag aðgerðanna, þ.e. dagsetningar verkfallsins, en skipulagið er eftirfarandi: 

Fimmtudaginn 30. apríl 2015  frá klukkan 12:00 á hádegi til miðnættis sama dag – Allsherjar vinnustöðvun

Miðvikudaginn 6. maí 2015  frá miðnætti til miðnættis (allur 6. maí) – Allsherjar vinnustöðvun

Fimmtudaginn 7. maí 2015  frá miðnætti til miðnættis (allur 7. maí) – Allsherjar vinnustöðvun

Þriðjudaginn 19. maí 2015  frá miðnætti til miðnættis (allur 19. maí) – Allsherjar vinnustöðvun

Miðvikudaginn 20. maí 2015  frá miðnætti til miðnættis (allur 20. maí) – Allsherjar vinnustöðvun

Þriðjudaginn 26. maí 2015 hefst á miðnætti aðfaranótt 26. maí 2015 – Ótímabundin vinnustöðvun

Hér á heimasíðu SGS er hægt að fá ýmsar upplýsingar um verkfallið.