Atkvæðagreiðsla um verkföll hafin!!

í morgun hófst rafræn atkvæðagreiðsla 16 aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins um heimild til verkfallsboðunar vegna félagsmanna sem starfa eftir kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins. Rúmlega 10.000 manns eru á kjörskrá og fá þeir í dag eða á næstu dögum send kjörgögn vegna atkvæðagreiðslunnar. Lykilorðið sem fylgir með kjörgögnum veitir aðgang að kosningunni. Hver og einn ber ábyrgð á sínu atkvæði. Atkvæðin eru ekki persónurekjanleg þannig að það er ekki hægt að óska eftir nýju lykilorði, ef það kynni að glatast. Þar af leiðandi er mikilvægt að passa vel upp á lykilorðið. Fólk er hvatt til að skoða gögnin vel og vandlega og ef einhverjar spurningar vakna að hafa sambandi við skrifstofu félagsins.

Gert er ráð fyrir að niðurstaðan liggi fyrir 31. Mars, rúmri viku áður en aðgerðirnar eiga að hefjast.

Hér getur þú greitt atkvæði í kosningunni

Nánari upplýsingar eru að finna hér á heimasíðu SGS