Stjórn og trúnaðarráð félagsins samþykkti samhljóða á fundi sínum þann 17.mars sl að veita hjálparstarfi Rauða Krossins fjárstyrk að upphæð kr. 1.000.000-  Fjármagnið verður nýtt í að mæta þolendum átakanna í Úkraínu en fyrirséð er að neyð almennra borgara muni aukast dag frá degi haldi átökin áfram. Verkalýðsfélag Suðurlands er stolt af því að geta lagt sitt af mörkum og stutt við flóttafólk frá Úkraínu. Á myndinni má sjá Guðrúnu Elínu Pálsdóttur formann félagsins og Tryggva Ástþórsson varaformann afhenda Sveini Þorsteinsyni stjórnarmanni Rauða krossins á Íslandi styrkinn.