Verkalýðsfélag Suðurlands hefur fengið í sölu fyrir félagsmenn Veiðikortið 2022. Kortið hefur verið vinsæl jólagjöf síðustu árin enda er kappkostað við að hvetja veiðimenn og fjölskyldur þeirra til að njóta íslensks sumars við falleg veiðivötn. Með Veiðikortið í vasanum geta veiðimenn veitt í 36 veiðivötnum vítt og breitt um landið. Almennt verð fyrir kortið er 8.900- en fyrir félagsmenn kostar það 4.500-

Fyrir árið 2022 bætast við möguleikar fyrir ævintýragjarna veiðimenn, en þeir sem fara í Hólmavatn á Hólmavatnsheiði geta nú einnig veitt í Gullhamarsvatni sem og Selvötnum sem eru í stuttu göngufæri frá Hólmavatni.

Með kortinu fylgir veglegur bæklingur um veiðistaðina.