Í síðustu kjarasamningum var samið í fyrsta skipti um svokallaðan hagvaxtarauka sem tekur mið af stöðu hagkerfisins. Með þessu móti fær launafólk fasta krónutölu í launahækkun á mánaðarlaun sín ef ákveðinn hagvaxtarauki næst. Til þess að hagvaxtaraukinn virkist þarf hagvöxtur á mann að vera meiri en 1%. Fyrir árið 2021 hækkaði hagvöxtur á mann um 2,53% milli ára. Þar með var launafólki, sem tekur laun eftir kjarasamningum SGS, tryggð 10.500 kr. hækkun á mánaðarlaunataxta og 7.875 kr. hækkun á almenn mánaðarlaun.

Samið var um að hækkunin kæmi til greiðslu 1. maí og því hækka taxtar og mánaðarlaun frá 1. apríl.

Rétt er að geta þess að þessar hækkanir eru til viðbótar þeim taxtahækkunum sem komu til framkvæmda 1. janúar sl. en þá hækkuðu kauptaxtar um 25.000 kr. á meðan almenn hækkun mánaðarlauna var 17.250 kr.

Kauptaxtar SGS, fyrir starfsfólk á almennum vinnumarkaði, fyrir starfsfólk hjá sveitarfélögum og fyrir starfsfólk hjá ríkinu, hafa verið uppfærðir á grundvelli þessarar hækkunar.

Uppfærða kauptaxta má nálgast undir kjaramál – velja þarf sérstaklega hvern kjarasamning til að fá réttar launatöflur.

SGS OG SA
SGS OG SVEITARFÉLÖG
SGS OG RÍKIÐ