Ert þú félagsmaður Verkalýðsfélags Suðurlands, ert á aldrinum 18 til 35 ára og hefur áhuga á að efla þig í starfi þínu innan hreyfingarinnar sem og á vinnustaðnum ?
ASÍ-ung heldur námskeið fyrir ungt fólk í hreyfingunni sem miðar að því að efla virkni ungs fólks innan hreyfingarinnar. Áhersla er á að fræða þátttakendur um hreyfinguna og efla þá sem leiðtoga í lífi og starfi. Námskeiðið miðar að því að styrkja ungt fólk og gera því kleift að koma rödd sinni á framfæri á vinnustaðnum, innan hreyfingarinnar og úti í samfélaginu.
Námskeiðið er í þremur lotum í mars, apríl í Reykjavík og síðasta lotan er í maí í Brussel.
Ef þú ert áhugasamur/söm ekki hika við að hafa samband við skrifstofu félagsins og fá frekari upplýsingar.