Undirbúningur atkvæðagreiðslu

Undirbúningur að því að endurtaka atkvæðagreiðslu um verkfall er nú í fullum gangi. Fyrri atkvæðagreiðsla okkar var dæmd ólögmæt og því er hún endurtekin núna og greint á milli aðildarfélaga innan SGS og þeirra samninga sem kosið er um. Aldrei hefur verið dæmt í svona máli áður en ljóst er að SA ætlar að beita lagaklækjum frekar en að setjast að samningaborðinu. Atkvæðagreiðslan hefst á mánudaginn 13. apríl kl. 8 og verður í rafrænu formi. Félagsmenn fá sent lykilorð í pósti á mánudag eða þriðjudag.

Tekið af heimasíðu SGS