Eitt af þeim „öppum“ sem nauðsynlegt er að hafa í dag (ásamt smitrakningar-appinu) er tímaskráningar-appið Klukk. Þar er hægt að halda utan um vinnutímana sína með einföldum hætti og þannig hjálpar appið upp á að þú fáir rétt greitt frá þínum launagreiðanda.  Appið er einnig fáanlegt á ensku og pólsku.

Klukk er sótt í App Store og Play Store. Hlekkirnir eru hér ef þú átt eftir að sækja Klukk.

App Store (fyrir iOS tæki).

Google Play Store (fyrir Android tæki).

Frekari upplýsingar og svör við ýmsum spurningum um appið má nálgast á vefsíðu ASÍ https://www.asi.is/frettir-og-utgafa/samstarfsverkefni/timaskraningarappid-klukk/