Á aðalfundi félagsins sem haldinn var 30.júní létu þrír stjórnarmenn af stjórnarsetu. Það eru þau Anna María Ólafsdóttir Kirkjubæjarklaustri, Björn Á Guðlaugsson og Elín Kristín Sæmundsdóttir, bæði á Hvolsvelli. Þau eiga öll langan feril að baki sem stjórnarmenn og þar af einnig sem trúnaðarmenn á sínum vinnustöðum. Þess má geta að Anna María hefur verið starfandi með félaginu sem trúnaðarmaður og stjórnarmaður fá stofnun þess árið 2001. Það er verðmætt fyrir félög að hafa slíka hollustu frá félagsmönnum sínum.
Formaður þakkaði þeim kærlega fyrir sín vel unnu og óeigingjörnu störf síðustu árin í þágu félagsins og kvaddi þau með smá þakklætisvotti.
Þrír nýjir stjórnarmenn taka við af þeim á næsta stjórnarfundi.