Þingi SGS, sem áætlað var að halda á Akureyri dagana 20.-22. október næstkomandi, hefur verið frestað. Gildandi sóttvarnarráðstafanir gera það að verkum að erfitt er að halda þingið með þeim hætti sem fyrirhugað var, sbr. reglur um sóttvarnir, fjarlægðarmörk og fleira. Þá hafa ýmis fyrirtæki og stofnanir, sérstaklega í velferðarþjónustu, hvatt starfsmenn sína að forðast fjöldasamkomur og fundi meðan núverandi ástand varir, sem þýðir að aðkoma einstakra fulltrúa og félaga yrði takmörkuð. Þar fyrir utan hafa þau sjónarmið komið fram að einhverjir þingfulltrúar muni ekki treysta sér til að mæta vegna smithættu.

Í ljósi þessa samþykkti formannafundur Starfsgreinasambands Íslands á fundi sínum í gær að fresta þingi sambandsins. Á fundinum var jafnframt samþykkt að halda skuli þingið eigi síðar en fyrir marslok árið 2022.