Í tilefni af fullveldisdeginum 1. desember bauð forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, formönnum launþegasamtaka heim á Bessastaði. Meðal þeirra var formaður Verkalýðsfélags Suðurlands.

Formaður Verkalýðsfélags Suðurlands Guðrún Elín Pálsdóttir sem var afar ánægð með boðið. Með forsetanum á myndinni eru formenn innan SGS (frá hægri) Guðmundur Finnbogason Samstöðu, Anna Júlíusdóttir Eining Iðja, Arnar Hjaltalín Drífanda, Silja Eyrún Steingrímsdóttir Stéttarfélag Vesturlands og Guðrún Elín Pálsdóttir Verkalýðsfélag Suðurlands .

Guðni fór í fáeinum orðum yfir sögu Bessastaða og bauð síðan gestum að skoða staðinn. 

Hér má sjá frekar um fundinn.