VLFS greiddi í dag í annað sinn úr félagsmannasjóðnum til síns félagsfólks tæpar 18 milljónir króna vegna ársins 2023.
Forsenda þess að félagið geti greitt úr sjóðnum er að réttar upplýsingar liggi fyrir hjá félaginu, þannig ef einhver hefur ekki fengið greitt en telur sig eiga inni hjá sjóðnum þá þarf viðkomandi að hafa samband við stéttarfélagið. Rétt er að geta að stéttarfélagið hefur ekki tekið staðgreiðslu af upphæðinni en greiðsla þessi fer inná skattaskýrslu næsta árs sem þá reiknar staðgreiðslu hjá hverjum og einum.
Samið var um sérstakan Félagsmannasjóð í kjarasamningi (2020) SGS/VLFS við Samband íslenskra sveitarfélaga og skyldu starfsmenn sem vinna eftir þeim samningi fá greiðslur úr sjóðnum einu sinni á ári. Fyrstu tvö árin hélt SGS utan um sjóðinn en frá 2023 hefur VLFS séð um að greiða út til síns félagsfólks.
Greitt er í sjóðinn af sveitarfélögum og stofnunum innan þess 1,5% af launum hvers starfsmanns. Stéttarfélagið er í raun eingöngu milliaðili sem sér um vörslu sjóðsins þar til greitt er úr honum skv. kjarasamningi þann 1.febrúar ár hvert.