Stórbætt lífeyrisréttindi á almennum vinnumarkaði

Með kjarasamningum Með kjarasamningum sem undirritaðir voru við Samtök atvinnulífsins í liðinni viku var launafólki á almennum vinnumarkaði tryggð verulega aukin lífeyrisréttindi og áratuga löngu markmiði um jöfnun lífeyrisréttinda milli almenna og opinbera vinnumarkaðarins náð. Samningurinn mun tryggja að mánaðalegur ævilangur ellilífeyri launafólks nemi 76% af meðal mánaðartekjum yfir starfsævina en hjá almennu launafólki hefur hingað til verið miðað við 56%. Áfallatryggingar lífeyrissjóðanna – örorkubætur og barna- og fjölskyldulífeyrir hækka í sama hlutfalli.

Þessi aukna lífeyristrygging næst með hækkun á framlagi launagreiðenda í lífeyrissjóð um 3,5% eða úr 8% í 11,5% í áföngum fram til ársins 2018. Samið verður um frekari útfærslu á ráðstöfun 3,5% viðbótarframlagsins við endurskoðun á kjarasamningi ASÍ og SA um lífeyrismál á næstu mánuðum en gert er ráð fyrir að sjóðfélagar muni hafa val um að ráðstafa því að hluta eða fullu í svo kallaðann bundinn séreignarsparnað með það fyrir augum að auka sveigjanleika í starfslokum.

Tekið af síðu ASÍ