Trúnaðarmenn og stjórnir stéttarfélaganna í Suðurkjördæmi hittust á Hótel Dyrhólaey dagana 4 .- 6. október sl. og fóru yfir stöðu kjaramála ásamt málefnum sem brenna á launafólki í kjördæminu og byggðunum við suðurströndina. Á fundinum var samþykkt ályktun þar sem stéttarfélögin í Suðurkjördæmi skora á verðandi þingmenn að hafa að leiðarljósi kjör og velferð hins vinnandi manns á komandi kjörtímabili.

Ályktun Suðurland.pdf loka