Verkalýðsfélag Suðurlands óskar eftir að ráða einstakling í 100% starf á skrifstofu félagsins á Hellu. Um er að ræða fjölbreytt og krefjandi starf. Leitað er að jákvæðum og þjónustulunduðum aðila.

Helstu verkefni:
Bókhaldsvinna.
Símsvörun, upplýsingagjöf og túlkun kjarasamninga.
Útreikningar og ýmis verkefni tengd kjaramálum.
Afgreiðsla umsókna í mennta- og sjúkrasjóð.
Önnur tilfallandi verkefni.

Menntunar- og hæfniskröfur:
Grunnþekking í bókhaldi og reynsla af skrifstofustörfum kostur.
Þjónustulund, jákvætt viðmót og lipurð í mannlegum samskiptum.
Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
Góð almenn tölvukunnátta og góð tungumálakunnátta í íslensku og ensku í ræðu og riti.

Félagssvæði Verkalýðsfélags Suðurlands nær frá Þjórsá í vestri að Lómagnúp í austri og nær til alls verkafólks sem starfar á almennum markaði, hjá sveitarfélögum og hjá ríkinu.

Umsækjendur sendi ferilsskrá og kynningarbréf á gudrun@vlfs.is. Hvetjum alla áhugasama til að sækja um. Umsóknarfrestur er til og með 14.september 2023. Æskilegt er að umsækjandi geti haft störf sem fyrst eða eftir samkomulagi. Frekari upplýsingar veitir Guðrún Elín Pálsdóttir, formaður. Sími 487-5000 og gudrun@vlfs.is