Ert þú starfsmaður 21.aldarinnar? Mímir símenntun býður uppá hagnýtt námskeið fyrir alla þá sem þurfa og vilja styrkja sig í tækni.
Námskeiðið miðast við að nálgast tæknina og útskýra helstu tæknihugtök á „mannamáli“ með það að markmiði að efla sjálfstraust gagnvart tækni. Námskeiðið er hugsað sem fyrsta skrefið inn í tækniheiminn. Leitast verður við að efla einstaklinga í þeirri tækni sem mest ákall er um.
Félagsmenn Verkalýðsfélags Suðurlands í starfsmenntasjóðunum Landsmennt, Ríkismennt og Sveitamennt fá námskeiðið að fullu niðurgreitt. Námskeiðið er kennt í fjarnámi og er samtals 28 klst. Fyrsta námskeið hefst þann 20.október. Skráning og nánari upplýsingar eru á vef Mímis. mimir.is