Af gefnu tilefni þarf að ítreka að ganga þarf vel um orlofseignir félagsins.

Því miður hefur það aukist að umgengni í orlofsíbúðum/húsum félagsins hefur verið ábótavant. Orlofseignir félagsins eru afar vinsælar og vel nýttar, leigu er haldið í lágmarki svo að allir félagsmenn hafi tækifæri á að geta nýtt sér eignirnar en aukin kostnaður felst í því að hafa umsjónarmann sem hefði í för með sér hærra leiguverð.

Af þeim sökum er ætlast til þess að allir gangi vel um, þrífi vel eftir sig, skilji EKKERT eftir, hvorki í eldhúsinu (ísskápnum og skápum), baðherberginu né neinu öðru rými. Alveg óháð því hvort gist sé í eina nótt eða fleiri.

Gott fólk! Höfum í huga að orlofseignirnar eru sameign okkar allra og því verðum við að hafa það að leiðarljósi og sameinast um að ganga vel um.

Yfirgefum eignirnar eins og við viljum koma að þeim!  

Óásættanleg aðkoma að orlofsíbúð félagsins nýverið.