Eftir langar samningaviðræður milli Starfsgreinasambands Íslands og þjóðgarðana var loksins skrifað undir sérstakan stofnanasamning fyrir helgi sem nær yfir starfsmenn Vatnajökulsþjóðgarðs, Umhverfisstofnunar og þjóðgarðsins á Þingvöllum. Fyrir hönd Verkalýðsfélags Suðurlands í þessum viðræðum fór Guðrún Elín Pálsdóttir formaður Verkalýðsfélags Suðurlands enda er starfsemi Umhverfisstofnunar og Vatnajökulsþjóðgarðs mikil innan félagsvæðis okkar.

Áður voru 2 samningar í gildi vegna þessara starfa og nú hefur verið náð að samræma kjör starfsmanna innan þessa stofnana í einn stofnanasamning.

Verkalýðsfélag Suðurlands er mjög ánægt með að samningar hafi nást og fer hann núna til kynningar hjá landvörðum og öðrum starfsfólki þjóðgarðana. Þar sem um stofnanasamning er að ræða er ekki þörf á að greiða atkvæði um hann.

Hér má nálgast stofnanasamninginn.