Félagsmönnum Vlf. Suðurlands býðst einstakt tækifæri á að sækja Dale Carnegie námskeið á sérstökum kjörum.

Starfsmenntasjóðir félagsins styrkja allt að 90% af námskeiðsgjaldinu, m.v. réttindi hvers félagsmanns.
Frekari upplýsingar um réttindi til styrks má nálgast á skrifstofu félagsins í síma 487-5000.

Markmið námskeiðsins eru:
• Efla sjálfstraust til að láta til sín taka og styrkja sig í starfi
• Bæta samskiptahæfni til að byggja traust, auka samvinnu og hafa jákvæð áhrif á starfsumhverfið
• Auka tjáningarhæfni til að tjá sig af lipurð og háttvísi, líka undir álagi
• Bæta viðhorf og hæfni til að takast á við krefjandi aðstæður og álag
• Efla leiðtogafærni til að geta veitt öðrum innblástur

Hvenær: Hefst 23. nóvember og er á þriðjudögum og fimmtudögum í 8 skipti frá kl. 18-21.
Hvar: Námskeiðið er lifandi fjarþjálfun sem gerist í rauntíma. Þátttakendur taka virkan þátt í umræðum og æfingum með hópnum og fá leiðbeiningar og þjálfun frá þjálfurum.

Almennt verð á námskeiði er kr. 169.000-
Sérstakt tilboð til félagsmanna kr. 135.200
Styrkur m.v. full réttindi kr. 121.680
*Hlutur félagsmanns, m.v. full réttindi kr. 13.520
Skráning á námskeiðið fer fram á www.dale.is eða í síma 555 7080. Ath að setja VLFS sem skýringu við skráningu.
Nánari upplýsingar veitir Unnur Magnúsdóttir, unnurm@dale.is, s. 698-4130