Um næstu mánaðarmót ætti að koma til greiðslu með launum vaktaálög t.d. vegna vinnu um páska og á sumardaginn fyrsta. Mikilvægt er að launafólk skoði launaseðlana vel og geri athugasemdir strax ef um einhverjar villur er að ræða.

Vaktaálög geta verið mismunandi eftir því hvaða kjarasamningi er unnið. Í kjarasamningi sem félagið hefur gert við samband íslenskra sveitarfélaga eru álögin frá 33% og upp í 120% eftir því á hvaða degi er unnið. Ef teknar eru aukavaktir/extravaktir er greitt ýmist hefðbundið yfirvinnukaup 2 eða stórhátíðarkaup. Sjá töflu hér fyrir neðan.