Heil og sæl kæru félagar.

Nú hafa kjarasamningar við ríki, sveitarfélög og þeirra sem taka mið að þeim kjarasamningum verið lausir í 8 mánuði. Krafan um styttingu vinnuvikunnar hefur vafist fyrir samningsaðilum. Í kjarasamningum á hinum almenna vinnumarkaði náðist sátt um að semja þyrfti á hverjum vinnustað um styttingu vinnuvikunnar og hvernig hún væri framkvæmd. Svipuð niðurstaða sem gengur þó aðeins lengra liggur á samningaborðinu hjá ríkinu varðandi dagvinnuhópana en ekki liggur fyrir niðurstaða vegna vaktavinnufólksins. Í mörg ár hafa stéttarfélögin verið með þá kröfu að 80% vaktavinna verði metin til 100% launa. Það er mjög mikilvægt að niðurstaða náist einnig í vaktavinnunni og að ekki verði skrifað undir fyrr en eitthvað liggur á borðinu með það.

Um stóra ágreiningsmálið varðandi jöfnun lífeyrisréttinda milli almenna markaðarins og hins opinbera hjá starfsmönnum sveitarfélaganna þá hefur fallið dómur þar um, þar sem öllum kröfum stéttarfélaganna var hafnað en á móti viðurkenna sveitarfélögin að þau skuldi félagsmönnum okkar 1,5%. Hvernig farið verður með það og hvað það nær langt aftur er ekki ljóst á þessari stundu og vonandi hefst ekki annar eins slagur um þau mál en kjaradeilan við sveitarfélögin er nú á borði ríkissáttasemjara.

Þetta fer vonandi á skýrast á næstu vikum og vonandi næst niðurstaða sem fyrst.

Guðrún Elín Pálsdóttir formaður Verkalýðsfélags Suðurlands.
Halldóra Sigr. Sveinsdóttir formaður Bárunnar, stéttarfélags