Samningur við sveitarfélögin – Atkvæðagreiðsa hófst í morgun
Atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga hófst á slaginu kl. 8:00 á morgun (1. desember) og stendur hún til miðnættis þann 8. desember næstkomandi. Allir kosningabærir félagsmenn fá kynningarbækling sendan í pósti og ætti hann að berast félagsmönnum á næstu dögum. Í bæklingnum má m.a. finna lykilorð sem þarf að nota þegar greitt er atkvæði.
Allir félagsmenn eru á kjörskrá í atkvæðagreiðslunni og er framkvæmdin með rafrænum hætti. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvu geta kosið hjá stéttarfélagi sínu. Félagsmenn fara inn á heimasíðu Starfsgreinasambandsins (www.sgs.is) og smella á „Kjarasamningar 2015“ á forsíðunni. Þar geta félagsmenn greitt atkvæði með því að nota lykilorðið sem finna má á forsíðu bæklingsins.
Ef einhver félagsmaður sem starfar hjá sveitarfélögunum fær ekki kynningarbækling og lykilorð þá getur sá hinn sami haft samband við félagið sitt og kært sig inn á kjörskrá.
Tekið af síðu SGS