Röng forgangsröðun – pistill forseta ASÍ

http://asi.is/Portaldata/1/Resources/myndir/Gylfi_Arnbjoernsson_002.jpg

Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, fullyrðir í viðtali við Fréttablaðið (einnig á www.visir.is) að áherslur ríkisstjórnarinnar sem birtast í fjárlagafrumvarpinu séu ,,ekki á kostnað velferðar‘‘ í landinu.  Ég verð að viðurkenna að þessi orðræða kemur mér spánskt fyrir sjónir, ef ekki beinlínis ögrandi, því ég les allt aðrar og verri áherslur af þeirri stefnu sem boðuð er með þessu frumvarpi og öðrum athöfnum ríkisstjórnarinnar.

http://asi.is/Portaldata/1/Resources/myndir/Gylfi_Arnbjoernsson_002.jpg

Röng forgangsröðun – pistill forseta ASÍ

Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, fullyrðir í viðtali við Fréttablaðið (einnig á www.visir.is) að áherslur ríkisstjórnarinnar sem birtast í fjárlagafrumvarpinu séu ,,ekki á kostnað velferðar‘‘ í landinu.  Ég verð að viðurkenna að þessi orðræða kemur mér spánskt fyrir sjónir, ef ekki beinlínis ögrandi, því ég les allt aðrar og verri áherslur af þeirri stefnu sem boðuð er með þessu frumvarpi og öðrum athöfnum ríkisstjórnarinnar

Í fyrsta lagi getur ríkisstjórnin ekki firrt sig ábyrgð á þeirri ákvörðun sinni síðast liðið sumar að skerða tekjustofna ríkisins um 12 milljarða króna með lækkun á veiðileyfagjaldi á sjávarútveginn og lækkun á VSK á ferðaþjónustuna. Það dugar skammt hjá ráðherranum að halda því fram að sjávarútvegur borgi meira í skatta nú en áður og nægir í sjálfu sér að vísa til umsagnar hans eigin ráðuneytis um áhrif frumvarpsins frá því í sumar, en þar kom fram að ríkissjóður yrði þegar upp væri staðið af tæplega 10 milljarða króna tekjum til lengri tíma litið sem væri ófjármagnað. Það sama var upp á teningnum varðandi lækkun á VSK á ferðaþjónustu. Nú þarf ráðherrann og ríkisstjórnin að horfast í augu við sínar fyrri ákvarðanir og afleiðingin birtist í meira aðhaldi á rekstri mikilvægustu velferðarstofnananna á borð við spítala, heilsugæslu, framhaldsskóla og símenntamiðstöðvar svo ekki sé talað um hagsmuni þeirra landsmanna sem verið hafa án atvinnu samfellt í fimm ár og hafa í engin hús að venda.

Í öðru lagi hefur ríkisstjórnin ákveðið að framlengja ekki auðlegðarskattinn sem lagður var á árið 2009 og áætlað er að skili ríkissjóði tæplega 10 milljörðum króna í ár og á næsta ári og færi líklega vaxandi á komandi árum.  Þó skatturinn skili sér á næsta ári er ljóst að líkt og með lækkun veiðileyfagjaldsins hefur ríkisstjórnin ekki upplýst hvernig mæta eigi langtímaáhrifum þess að ríkissjóður verði af 10 milljarða tekjum.

Samtals er hér um að ræða 22 milljarða króna skattalækkun fyrir velstæð fyrirtæki og einstaklinga að ræða, skattalækkun sem ekki hefur verið fjármögnuð og þrengir verulega að svigrúmi efnahags- og fjármálaráðherra og ríkisstjórnarinnar allrar þegar kemur að umfjöllun um heilbrigðismál, menntamál og vinnumarkaðsmál.  

Þrengt að fólki með lægstu tekjurnar

Nú er það svo að jöfnuður í fjármálum ríkisins er öllum mikilvægur einfaldlega vegna þess að við getum ekki leyft okkur að senda reikninginn fyrir viðvarandi hallarekstri inn í framtíðina á börnin okkar. Að sama skapi er ljóst að ójöfnuður í fjármálum ríkisins kemur í veg fyrir að hér sé hægt að ná stöðugleika í efnahagsmálum.  En til þess að ná slíkum stöðugleika þurfa allir þættir okkar þjóðlífs hanga saman, að vera í jafnvægi, og þar skiptir félagslegur og tekjulegur jöfnuður og traust velferðarkerfi mjög miklu máli.  Alþýðusamband Íslands hefur löngum verið þeirrar skoðunar að til þess að hér geti verið sátt um stefnuna í ríkisfjármálum þurfi sitjandi ríkisstjórn að sýna það í verki að byrðum sé réttlátlega skipt.  Íslendingar hafa margsinnis sýnt að þeir bæði vilja og geta tekið á sig erfiðar byrðar ef þeir hafa trú á að jafnt sé tekið á og aðgerðin sé líkleg til þess að færa okkur fram á veginn.  Þrátt fyrir mikla reiði í garð stjórnmálanna í kjölfar hrunsins tókst að mynda tiltölulega breiða sátt á milli stjórnvalda og vinnumarkaðarins um erfiðar aðhaldsaðgerðir í ríkisfjármálum árið 2009. Enginn vafi er á því að forsenda þess var að minna álag var sett á velferðar- og menntakerfið og að meiri byrðar voru settar á þá tekju- og efnameiri í landinu með upptöku þriggja þrepa tekjuskattskerfis og eignaskatts á stóreignafólk, svokallaðan auðlegðarskatt, ásamt upptöku veiðileyfagjalds fyrir afnot af okkar verðmætu auðlind. Vonbrigðin með síðustu ríkisstjórn var alls ekki á sviði velferðar eða tekjuskiptingar, heldur fyrst og fremst vegna þess að nauðsynlegar aðgerðir í atvinnuuppbyggingu til að auka tekjur og fjölga störfum sátu á hakanum.

Núverandi ríkisstjórnin hefur þegar lækkað veiðileyfagjaldið og  ákveðið að auðlegðarskatturinn verði ekki framlengdur ásamt því að boða brotthvarf frá þrepaskiptu tekjuskattskerfi. Miðað við útleggingu fjármálaráðherrans verður ekki annað skilið en að þrengja eigi enn einu sinni að hagsmunum lágtekjufólks og þeirra sem eru með lágar meðaltekjur.  Ólíklegt er að um þetta verði sátt, því það er beinlínis rangt að halda því fram að þessi stefna hafi ekki áhrif á velferðina í þessu landi.  Þetta er höfuðástæða þess að ekki er hægt að halda áfram við enduruppbygging mikilvægra þátta velferðar- og menntakerfisins í kjölfar hrunsins sem síðasta ríkisstjórn hóf, m.a. að kröfu verkalýðshreyfingarinnar.  Þar á forgangurinn að liggja, ekki hjá efnuðu og velstæðu fólki og fyrirtækjum.  Ég vil leyfa mér að fullyrða, að ríkisstjórn sem sett hefur fram í stjórnarsáttmála sínum skýr markmið um sátt, samvinnu og samstarf hefur borið illilega af leið með athöfnum sínum hingað til.

Gylfi Arnbjörnsson,

forseti ASÍ

Tekið af síðu ASÍ