Gerður hefur verið samningur á milli Ríkismenntar og símenntunarmiðstöðva um land allt um átak í framboði á náms-og starfsráðgjöf inn á stofnanir ríkisins á landsbyggðinni.
Samningur þessi er tilkomin vegna bókunar í kjarasamningi fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs og Starfsgreinasambands Íslands (SGS), 1. apríl 2019.
Samkvæmt bókuninni eru samningsaðilar sammála um að hrinda þurfi af stað átaki til hvatningar til náms og starfsþróunar hjá félagsmönnum SGS sem starfa á stofnunum ríkisins.
Ríkismennt, þróunar og símenntunarsjóði var falið að sjá um framkvæmd og fjármögnun verkefnisins sem er formlega farið af stað með gerðum samningum við símenntunarmiðstöðvar.