Starfsgreinasamband Íslands hélt ráðstefnu þann 12. janúar síðastliðinn um lífsgæði og kjör starfsfólks í hlutastörfum og vaktavinnu. Fast að 100 manns sótti ráðstefnuna enda fyrirlestrarnir hverjum öðrum betri. Streymt var frá rástefnunni og má sjá upptökur á facebook-síðu Starfsgreinasambandsins: https://www.facebook.com/starfsgreinasambandislands/?fref=ts.

Hér má svo nálgast glærurnar sem fyrirlesararnir notuðust við:
Kynning á niðurstöðum norrænnar rannsóknar um hlutastörf, tíðni þeirra og ástæður, Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, prófessor í félagsfræði hjá Háskóla Íslands
timabundin-storf-og-heilsa, Kolbeinn Hólmar Stefánsson, sérfræðingur hjá Hagstofu Íslands.
Nýjustu rannsóknir á áhrifum streitu á heilsu og hver eru úrræðin, Ingibjörg Jónsdóttir, prófessor og yfirmaður Streiturannsóknastofnunar Gautaborgar.
Leiðir til að líða betur í vaktavinnu, Lára G. Sigurðardóttir læknir og fræðslustjóri hjá Krabbameinsfélagi Íslands.