Púðurskot SA

Tilboð SA sem lagt var fram í gær féll vægast sagt í grýttan jarðveg hjá þeim stéttarfélögum sem búin voru að vísa kjaradeilu sinni til ríkissáttasemjara. Það ber mikið á milli og litlar líkur að eitthvað markvert gerist í deilunni fyrir jól. Í ljósi málflutnings SA þess efnis að samtökin vilji ekki ræða tillögur sem hleypa verðbólgunni af stað þá er rétt að geta þess að hugmyndir ASÍ félaganna eru vel innan þeirra þolmarka sem Seðlabankinn hefur nefnt.

Forseti ASÍ tjáði sig um stöðuna á Facebook síðu sinni í gærkvöldi. „Það er ljóst að kjaramálin eru í alvarlegum hnút, að leggja fram tillögu um 5.500 kr. hækkun lægstu launa og 2% almenna hækkun við þær aðstæður sem hér eru sýnir ekki mikinn samningsvilja af hálfu SA. Verðbólguspár fyrir næsta ár gera ráð fyrir 3,5-4% verðbólgu en með samstilltu átaki væri vafalaust hægt að koma henni niður fyrir 3% á næstu mánuðum sem mikilvægt skref í átt að verðstöðugleika, en það verður ekki gert með þeim hætti að launafólk taki á sig kjaraskerðingu á næsta ári.“

Tekið af síðu ASÍ