Starfsfólk sem starfar eftir kjarasamningi sveitarfélaga skal fá greidda persónuuppbót með apríl launum.
Greitt er hlutfallslega miðað við starfshlutfall og starfstíma síðustu 12 mánuði fyrir greiðsludag. Hafi starfsmaður látið af störfum á árinu vegna aldurs skal hann einnig fá greidda persónuuppbót hlutfallslega miðað við starfshlutfall og starfstíma við starfslokin.
Sama hlutfallsregla gildir ef starfsmaður var frá störfum vegna veikinda eftir að greiðsluskyldu atvinnurekanda lýkur eða vegna fæðingarorlofs sbr. 8. gr. laga nr. 95/2000.
Persónuuppbót er föst fjárhæð og tekur ekki breytingum skv. öðrum ákvæðum samningsins. Á persónuuppbót reiknast ekki orlofslaun. Persónuuppbót sem greiðist út 1.maí er krónur 54.350-