Kjarasamningar á almennum vinnumarkaði (SGS/SA) og kjarasamningur við ríkissjóð (SGS/RÍKIÐ)

Orlofsuppbót á að koma til greiðslu 1.júní ár hvert hjá starfsfólki á almennum vinnumarkaði og hjá ríkinu.

Almenni kjarasamningur (SGS/SA): Orlofsuppbót 2023 er kr. 56.000-. Uppbótin greiðist þann 1. júní miðað við starfshlutfall og starfstíma á orlofsárinu, öllum starfsmönnum sem verið hafa samfellt í starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum m.v. 30. apríl eða eru í starfi fyrstu viku í maí. Eftir eins árs starf hjá sama atvinnurekanda teljast fjarvistir vegna lögbundins fæðingarorlofs til starfstíma við útreikning desember- og orlofsuppbótar.

Kjarasamningur við ríkissjóð (SGS/RÍKIÐ): Orlofsuppbót (ósamið 2023 og miðast við 2022 þangað til samið hefur verið) er kr. 53.000-. Hinn 1. júní ár hvert skal starfsmaður sem er í starfi til 30. apríl næst á undan, fá greidda sérstaka eingreiðslu, orlofsuppbót, er miðast við fullt starf næstliðið orlofsár. Greitt skal hlutfallslega miðað við starfshlutfall og starfstíma. Hafi starfsmaður látið af störfum á orlofsárinu vegna aldurs eða eftir a.m.k. 3 mánaða/13 vikna samfellt starf á orlofsárinu, skal hann fá greidda orlofsuppbót hlutfallslega miðað við unninn tíma og starfshlutfall. Sama gildir ef starfsmaður var frá störfum vegna veikinda eftir að greiðsluskyldu stofnunar lýkur eða vegna fæðingarorlofs.

Frekari upplýsingar má fá á skrifstofu félagsins eða í síma 487-5000 eða tölvupósti vs@vlfs.is