Nú styttist í greiðslu orlofsuppbótar en það fer eftir hvaða kjarasamningi er verið að vinna, hvenær greiða á uppbótina. Kjarasamningar starfsmanna hjá sveitarfélögum fá greidda sína uppbót 1.maí, aðrir fá greidda uppbótina 1.júní. En hver er upphæðin á árinu 2021?

  • Kjarasamningur starfsfólks sveitarfélaganna kr. 51.700.- skal greiða 1.maí
  • Kjarasamningar starfsfólk á almennum vinnumarkaði kr. 52.000.- skal greiða 1.júní
  • Kjarasamningur starfsfólk ríkisins kr.52.000.- skal greiða 1.júní

Hvað er orlofsuppbót?
Orlofsuppbót er eingreiðsla sem samið hefur verið um í kjarasamningum, atvinnurekendum ber að greiða starfsfólki sínu þessa uppbót með einni greiðslu ýmist í maí eða í júní, fer eftir kjarasamningum.

Hverjir eiga rétt á henni?
Það eru ákveðin skilyrði fyrir greiðslu orlofsuppbótar sem gildir fyrir allt starfsfólk. Það starfsfólk sem starfað hefur í 100% starfi í 45 vikur á hverju orlofsári á rétt á fullri orlofsuppbót. Starfsfólk í hlutastörfum fær greidda sína uppbót miðað við sitt starfshlutfall. Að lágmarki þarf að hafa verið við störf í 12 vikur skv. kjarasamningum á almenna markaðnum og hjá sveitarfélögum en í 3 mánuði/13 vikur hjá ríkinu, ef unnið er skemur en þessi tilgreindi tími þá gefur það ekki rétt til greiðslu uppbótarinnar.

Hvernig er reiknað út hvað ég á rétt á?
Sem fyrr segir þá gildir unnið starf í 45 vikur á orlofsári rétt til fullrar greiðslu uppbótarinnar ár hvert. Ef starfsmaður hættir störfum og hefur starfað lengur en 12/13 vikur en skemur en 45 vikur þá skal reikna það út hlutfallslega miðað við starfstímann.