Atvinnurekandi getur ekki einhliða og án samþykkis launamanns ákveðið að hann taki orlof sitt meðan uppsagnarfrestur er að líða. Dómafordæmi hafa styrkt verulega réttarstöðu launafólks í þessu efni, nú síðast þann 13.12 2019. Þá sló Landsréttur því föstu að þrátt fyrir að launamaður hafi átt 6 mánaða uppsagnarfrest gat atvinnurekandi ekki einhliða ákveðið orlofstöku meðan sá frestur var að líða.

Sjá nánar um „Orlof og uppsögn“ á vinnuréttarvef ASÍ.