Af gefnu tilefni er vakin athygli á að ekki er heimilt að nota orlofseignir félagsins fyrir sóttkví, sama gildir um þá sem þurfa að vera í einangrun. Samkvæmt leiðbeiningum frá Landlækni til almennings varðandi sóttkví, skal einstaklingur í sóttkví halda sig heima við og má ekki fara út af heimili sínu nema brýna nauðsyn beri til.

Leigjandi ber ábyrgð á þrifum og frágangi í orlofseignum og eru leigjendur hvattir til að ganga sérstaklega vel frá að lokinni dvöl. Stéttarfélagið getur ekki borið ábyrgð á ef smitaður einstaklingur hefur dvalið í orlofseign án tilkynningar. Leigjendur eru á eigin ábyrgð.