Nýr orlofsvefur og nýjar orlofseignir

Verkalýðsfélag Suðurlands kynnir með stolti nýjan orlofsvef félagsins sem og 3 nýjar íbúðir sem félagið hefur fest kaup á í Reykjavík. Söluferli hefur verið hafið á orlofsíbúðum í kópavogi.

Orlofsvefur

Nýji orlofsvefurinn mun sjá um bókunarferli á orlofseignum okkar rafrænt þ.m.t. greiðslu, en greiðsla mun fara  í gegnum örugga greiðslusíðu. Einnig mun orlofsíðan sjá umsóknarferli fyrir páska-, og sumarúthlutanir.

Slóðin á nýja orlofsvefinn er https://vlfs.orlof.is

Nýjar orlofseignir

Verkalýðsfélag Suðurlands hefur fest kaup á 3 nýjum íbúðum á hlíðarenda, einni 3ja herbergja íbúð og tveimur tveggja herbergja, og er verið að vinna nú að því að standsetja þær og stefnt er að því að útleiga á þeim hefjist 1. Apríl n.k.

Nánari upplýsingar og myndefni má sjá á orlofsvefnum okkar.

Páskaúthlutun

Því miður hefur innleiðing á nýja orlofsvefnum tafið umsóknarferlið á páskaúthlutun, en hægt er núna að sækja um dvöl á orlofsvefnum í  Lyngbrekku, Reykjaskóg og Furulundi á Akureyri.

Umsóknarfrestur er kl 14:00 14. Mars.

Sumarúthlutun

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í sumarúthlutun, og er umsóknarfrestur 24. Apríl.