Skrifað var undir nýjan kjarasamning við ríkið sl. fimmtudag. Rafræn atkvæðagreiðsla stendur yfir og lýkur kl. 9:00 miðvikudaginn 21. júní nk. Hér er upplýsingasíða um nýja samninginn þar sem má finna helstu atriði hans, nýja launatöflu og upplýsingar um atkvæðagreiðsluna sem er rafræn.

Samið var um krónutöluhækkanir á taxta og er meðal launahækkun á virka taxta um kr. 43.000 allt eftir innröðun í launatöflu á viðkomandi stofnun. Laun verða leiðrétt afturvirkt frá 1. apríl 2023.

Mikilvægur árangur náðist með afturvirkar leiðréttingar á stofnansamningum heilbrigðisstofnana sem skal vera lokið fyrir 30. september 2023. Leiðréttingar á heilbrigðisstofnunum hafa það markmið að greidd verði sömu laun fyrir sama starf óháð stéttarfélagi. Leiðréttingar innan stofnunar verða einnig afturvirkar frá 1. apríl 2023.

Einnig koma til sér hækkanir á laun í ræstingu og vaktálaögum ásamt því sem betri virkni verður á vaktahvata. Þá hækka orlofs- og desemberuppbót sem verða kr. 56.000 og kr. 103.000.

Mikil áhersla er lögð á að ljúka afgreiðslu samningsins sem fyrst þannig að hægt verði að ná launakeyrslu hjá Fjársýslunni sem verður 22. júní. Atkvæðagreiðslan verður sameiginleg meðal allra 18 aðildarfélaga SGS.