Nýir kauptaxtar fyrir þá sem starfa á almenna markaðinum eftir nýsamþykktum kjarasamningi SGS og SA eru komnir á vefinn og má nálgast hér. Kauptaxtarnir gilda frá 1. nóvember 2022 til 31. janúar 2024.
Samkvæmt töxtunum hækka kauptaxtar um að lágmarki 35.000 kr. skv. nýrri launatöflu, en lagfæringar á launatöflunni gerir það að verkum að hækkun getur orðið allt að 52.000 kr. á mánuði. Mánaðarlaun (laun þeirra sem ekki eru á kauptöxtum) hækka um 33.000 kr., kjaratengdir liðir samningsins hækka um 5,0% og bónusar og akkorð í fiskvinnslu hækka um 8%. Þá verður full desemberuppbót 103.000 kr. á árinu 2023 og orlofsuppbót verður 56.000 kr. miðað við fullt starf. Þá ber að geta að hagvaxtaraukinn sem átti að koma til greiðslu 1. maí 2023 verður flýtt og verður hann að fullu efndur með hækkun 1. nóvember 2022.
Kauptaxtar SGS og SA – 1. nóv 2022 – 31. jan 2024
Nýir kauptaxtar gilda hjá eftirtöldum félögum:
- AFL Starfsgreinafélag
- Aldan stéttarfélag
- Báran stéttarfélag
- Drífandi stéttarfélag
- Eining-Iðja
- Framsýn stéttarfélag
- Stéttarfélagið Samstaða
- Verkalýðs- og sjómannafélag Bolungarvíkur
- Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis
- Verkalýðs- og sjómannafélag Sandgerðis
- Verkalýðsfélag Akraness
- Verkalýðsfélag Snæfellinga
- Verkalýðsfélag Suðurlands
- Verkalýðsfélag Vestfirðinga
- Verkalýðsfélag Þórshafnar
- Verkalýðsfélagið Hlíf
- Stéttarfélag Vesturlands