Á vormánuðum var tekin sú ákvörðun að fjárfesta í nýju orlofshúsi við Syðri-Brú í Grímsnes- og Grafningshreppi og á sama tíma var ákveðið að selja orlofshúsið við Þrætuás í Borgarfirði. Nýja húsið hefur verið í byggingu á þessu ári og hefur nú verið afhent til félagsins fullbúið að innan og að utan ásamt 100m2 palli.

En nú er s.s. nýja húsið tilbúið og hægt er að bóka dvöl í húsið frá og með deginum í dag.

Nýja húsið er töluvert frábrugnara húsinu við Þrætuás í útliti. Það er 115m2 að stærð með öllum helstu þægindum, stórum palli og heitum potti EN taka þarf fram að heiti potturinn verður EKKI virkur strax, við vonumst að sjálfsögðu að það verði komið í lag fyrir sumarið. Húsið er í raun tvískipt í aðalhús og gestahús.

Aðalhúsið sem er um 75m2 er með þremur herbergjum, tveimur hjónaherbergjum sem bæði eru með tvíbreiðum rúmum og einu minna herbergi með 120 cm rúmi.  Svefnpláss er þar því fyrir sex manns. Eldhús, borðstofa og stofa eru í sama rýminu. Af baðherberginu er hægt að ganga út á pallinn og þar sömu leið er hægt að fara í gestahúsið, einnig er hægt að ganga út á pallinn úr stofunni. Stórir gluggar eru í húsinu sem gerir húsið einstaklega skemmtilegt og ýtir undir útsýnið.

Gestahúsið er um 20m2 með gistirými fyrir fjóra og rúmgóðu baðherbergi.

Það er því von félagsins að félagsmenn njóti þess að dvelja í nýja húsinu og eiga þar góðar stundir með sér og sínum.

Lyngbrekka, Grímsnes- og grafningshreppur. – VLFS
Orlofshús og íbúðir félagsins – VLFS